Erum að leita að sjúklingum með sveppasýkingar í tánöglum

Um þessar m erum við að leita að sjúklingum með mildar sveppasýkingar í tánöglum.

Vegna álags er ekki öruggt að við náum alltaf að svara síma. Best er að hringja eftir hádegi. Einnig má senda okkur skilaboð með tölvupósti, eða í gegnum skilaboðasíðuna.

Tölvupóstur: rannsoknir(hja)hudlaeknastodin.is


Nánari upplýsingar um rannsóknina má finna hér að neðan

Ert þú með sveppasýkingu í tánöglum? - Opið fyrir þátttöku

Pasted Graphic 1

Óskað er eftir sjálfboðaliðum frá 12 ára aldri til þátttöku í klínískri lyfjarannsókn á meðferð gegn naglsveppLeitað er að einstaklingum með væga eða meðalslæma sveppasýkingu í tánöglum til að taka þátt í rannsókninni. Um það bil 980 einstaklingar munu taka þátt í rannsókninni í Evrópu, þar af um 50 hér á landi. Þátttaka varir í 16-18 mánuði og felur í sér 8 vitjanir á Húðlæknastöðina.

Fjölsetra, slembiröðuð, tvíblind, samhliða rannsókn þar sem verkun og öryggi P-3058 10% lausnar fyrir neglur er borin saman við lyfleysu í meðferð við naglsvepp

Tilgangur rannsóknarinnar er að fá nánari upplýsingar um verkun og öryggi rannsóknarlyfsins.

Á meðan á þátttöku í rannsókninni stendur fá þátttakendur læknisþjónustu hjá sérfræðingi, auk meðferðar með rannsóknarlyfinu P-3058, lyfleysu eða öðru sveppaeyðandi lyfi sem inniheldur amorolfín.

Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins, bæði þekktum og ófyrirséðum og óþægindum vegna blóðsýnatöku.

Allur kostnaður vegna rannsóknarlyfsins og læknisheimsókna er þátttakendum að kostnaðarlausu,  ekki er greitt fyrir þátttöku í rannsókninni.

Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar, Persónuverndar og Lyfjastofnunar og verður framkvæmd á Húðlæknastöðinni, Smáratorgi 1, Kópavogi. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Bárður Sigurgeirsson, sérfræðingur í húðsjúkdómum.

Ef þú hefur áhuga á að fá upplýsingar um rannsóknina, vinsamlegast hafðu samband með því að senda tölvupóst á rannsoknir@hudlaeknastodin.is eða með því að hringja í hjúkrunarfræðing rannsóknarinnar í síma: 520 4409 / 520 4414.

Tekið skal fram að þeir sem svara auglýsingunni hafa ekki skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Taki þeir þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni.

sv_gd

Smelltu hér til að hafa samband


Óskað er eftir sjálfboðaliðum frá 18 ára aldri til þátttöku í klínískri lyfjarannsókn á meðferð gegn psóríasis Óskað er eftir sjálfboðaliðum frá 18 ára aldri til þátttöku í klínískri lyfjarannsókn á meðferð gegn psóríasis

Óskað er eftir sjálfboðaliðum frá 18 ára aldri til þátttöku í
klínískri lyfjarannsókn á meðferð gegn psóríasis

Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar,Persónuverndar og Lyfjastofnunar og verður framkvæmd á Húðlæknastöðinni, Smáratorgi 1, Kópavogi. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Bárður Sigurgeirsson, sérfræðingur í húðsjúkdómum.
52 vikna, fjölsetra, slembiröðuð, tvíblind samanburðarrannsókn við lyfleysu, þar sem secukinumab er gefið undir húð með 2 ml áfylltum sprautum (300 mg), til þess að kanna verkun, öryggi og þol hjá fullorðnum einstaklingum með meðalslæman til slæman skellupsóríasis (ALLURE)

Tilgangur rannsóknarinnar er að bera 1 inndælingu af secukinumabi (með 2 ml áfylltri sprautu) saman við markaðssetta lyfjaformið sem eru 2 inndælingar (með 1 ml áfylltum sprautum).

Um það bil 210 einstaklingar með langvinnan skellupsóríasis munu taka þátt í rannsókninni víðs vegar um heiminn, þar af u.þ.b. 35 hér á landi. Þátttaka varir í allt að 52-56 vikur (u.þ.b. 12-13 mánuði) og gert er ráð fyrir 15 heimsóknum á rannsóknarsetur á tímabilinu.

Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins, bæði þekktum og ófyrirséðum og óþægindum vegna blóðsýnatöku.

Á meðan á þátttöku í rannsókninni stendur fá þátttakendur læknisþjónustu hjá sérfræðingi, auk meðferðar með secukinumabi sem er nýlegt lyf sem hefur reynst áhrifarík meðferð við skellupsóríasis. Það getur verið að þátttakendur hafi engan beinan ávinning af þátttöku í rannsókninni en hins vegar getur þátttaka hjálpað til við þróun á sprautu sem gerir kleift að gefa secukinumab með einni inndælingu í stað tveggja.

Allur kostnaður vegna rannsóknarlyfsins og læknisheimsókna er þér að kostnaðarlausu, ekki er greitt fyrir þátttöku.
Ef þú hefur áhuga á að fá upplýsingar um rannsóknina,

vinsamlegast hafðu samband með því að senda tölvupóst á rannsoknir@hudlaeknastodin.is eða með því að hringja í hjúkrunarfræðing rannsóknarinnar í síma: 520 4409 / 520 4414.
Tekið skal fram að þeir sem svara auglýsingunni hafa ekki skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Taki þeir þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni.

Rannsóknarteymið

Aðalrannsakandi og ábyrgðarmaður er:
Bárður Sigurgeirsson húðsjúkdómalæknir.

Aðrir rannsakendur eru húðsjúkdómalæknarnir:
Birkir sveinsson

Jón Hjaltalín Ólafsson

Jón Þrándur Steinsson og

Steingrímur Davíðsson

Að rannsókninni starfa einnig hjúkrunarfræðingarnir:
Heiða Magnúsdóttir (Study coordinator) og

Sigríður Ólafsdóttir

Vaktari og eftirlitsaðili:
Halldóra Erlendsdóttir fulltrúi rannsóknardeildar Novartis á Íslandi
Smáratorg 1, 201 Kópavogur. Sími 5204409 Fax 5204400 Hafðu samband